Lifsmynstur

Í SÍM Salnum til 24. maí: LÍFSMYNSTUR eftir Helgu Arnalds

Verið velkomin á opnun sýningarinnar LÍFSMYNSTUR, föstudaginn 5. maí kl. 17:00, í SÍM salnum, Hafnarstræti 16.

Á sýningunni verður að finna minni og stærri verk, akrílmálverk, blekteikningar og monoþrykk eftir Helgu Arnalds sem öll eiga rætur sínar í mynstri náttúrunnar og mannslíkamans.

Sjálf segir Helga um verkin: „Náttúran hefur sínar leiðir til að búa til mynstur t.d. þegar vindurinn blæs lengi úr einni átt og mynstur myndast í sandi eða snjó, þegar jörðin frýs og þiðnar á víxl og þúfur mótast eða þegar vatnið rennur niður hlíðina og teiknar í hana mynstur. Það sama gerist þegar við eldumst og hrukkur mynda sitt mynstur í húðinni. Þá er oft hægt að lesa heilt líf úr einu mannsandliti og sjá hvaða vindar hafi blásið. Oft hafa mér fundist þessi mynstur líkjast hvert öðru og endurtaka sig á ólíkum stöðum í ólíkum stærðarhlutföllum. Mér finnst ég sjá, á einhvern fallegan hátt, hvernig manneskjan speglast í náttúrunni og náttúran í manneskjunni.“

Umsjón með sýningu hefur Ástríður Magnúsdóttir

Sýningin mun standa til og með 24. maí og er öllum opin. SÍM salurinn Hafnarstræti er opinn á skrifstofutíma, alla virka daga frá 10:00 – 16:00.

Hér má finna viðburðinn á Facebook

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com