Málverk 2 002

Opnun sýningarinnar INNGRIP í Gallerí Gróttu, Eiðistorgi

Hjartanlega velkomin(n) á opnun sýningarinnar INNGRIP fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17.00

Sigurður Magnússon lauk M.A – prófi í listmálun frá Central  Saint Martins College of Art and Design,  The London Instetude. 1996. Áður hafði hann stundað myndlistanám í Goldsmiths College. Unieversity of London, 1993-1994 og B.A.- prófi í málun frá MHÍ 1991. Sigurður hefur haldið málverkasýningar hér heima og erlendis og eru myndir eftir hann í eigu safna, fyrirtækja og einstaklinga.

Sigurður Magnússon

Að trúa eigin augum
„Fyrir tveim öldum var fegurðarskynið í íslensku bændasamfélagi bundið við lífsbjargir. Það var fallegt þar sem vel veiddist eða þar sem grasið var grænt. Engum datt í hug að fara á fjöll til að komast á tindinn og njóta útsýnisins frá toppnum. Menn fóru á fjöll til að smala fé eða ná sér í maka í næsta firði eða í næsta dal – það var ekkert verið að fara í erindisleysu. Það er ekki fyrr en við þéttbýlismyndun að menn fara að sakna náttúrunnar, sveitarinnar og sjá hana í upphöfnu ljósi. Sjálfstjáning blómstrar og menn fara að mála og yrkja um heilög fjöll, ganga jafnvel enn lengra og fara að túlka óræð áhrif náttúrunnar með formum og litum. Akkúrat það sem Sigurður Magnússon gerir. Það er afar mikilvægt jafnt fyrir listamenn sem fagurkera, þeirra sem njóta listar, að trúa eigin augum. Fegurðin liggur ekkert frekar í sköpunarverkinu sjálfu heldur en í huga fólks sem horfir á. Það á aldrei að segja fólki hvað sé fallegt eða hvað sé ekki fallegt. Við drögumst nefnilega ósjálfrátt að þeim verkum sem eru hljómspegill okkar eigin tilfinninga eða reynslu. Já bara eins og gamlir íslenskir málshættir; Sínum augum lítur hver á silfrið, hverjum þykir sinn fugl fagur eða einfaldast og best: Sitt sýnist hverjum!“
goddur

Velkomin(n) á sýninguna INNGRIP í Gallerí Gróttu, sýningarsal á Bókasafni Seltjarnarness 2. hæð á Eiðistorgi

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com