Verk2 (002)

Opnun sýningarinnar FEGURÐIN BÝR Í LITUNUM í Gallerí Gróttu

Hjartanlega velkomin(n) á opnun sýningarinnar „FEGURÐIN BÝR Í LITUNUM“ fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17.00

Guðrún Gunnararsdóttir myndlistarkona stundaði nám í vefnaði í Verkstæði Kim Naver í Kaupmannahöfn á árunum 1972-1975 og námskeið í Haystack Mountain School of Art and Craft Maine í Bandaríkjunum 1987. Guðrún hefur dvalið á vinnustofum víða, m.a. í Helsinki, París, Bergen og Stokkhólmi. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Guðrún hefur unnið að frjálsri myndsköpun og textílhönnun frá árinu 1976.

Verkin sem Guðrún sýnir hér í Gallerí Gróttu eru óður til lífsins, hugmynd um bjartari og litfegurri tíma.

Mála, klippa, skera, líma og til verður nýr og breyttur veruleiki í lit.

Velkomin(n) á sýninguna „FEGURÐIN BÝR Í LITUNUM“ í Gallerí Gróttu, sýningarsal á Bókasafni Seltjarnarness 2. hæð á Eiðistorgi.

ATH! Að gefnu tilefni minnum við á að allar sóttvarnareglur eru í heiðri hafðar samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Handspritt er við alla innganga, gestir eru hvattir til að virða tveggja metra regluna eins og kostur er og ekki er boðið upp á veitingar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com