Sigurður Þórir

Opnun sýningar Sigurðar Þóris Sigurðssonar og Sigurðar Magnússonar 16.nóvember

Boðið er á opnun sýningarinnar kl. 15 n.k. laugardag, að Laugarvegi 74.

Allir velkomnir!

Myndlistamennirnir Sigurður Þórir Sigurðsson og Sigurður Magnússon opna málverkasýningu laugardaginn 16. nóvember n.k. í fallegu sýningarrými að Laugarvegi 74. Sýna þeir u.þ.b.  25  nýlegar myndir.

Sigurður Þórir sýnir abstrakt geometrískar myndir með björtum og þéttum litum, hreint afmörkuðum formum og þrívíddar göldrum. Sigurður Magnúson sýnir abstrakt expressjónisk málverk, litanotkunin opin og vísa form og litir til náttúrunnar.

Báðir luku listnámi frá MHÍ á sínum tíma og bætt við sig námi erlendis. Sigurður Þórir í Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn og Sigurður Magnússon í Goldsmith og St. Centrtal Saint Martins í London. Sigurður Þórir fór ungur í listnám og hefur stundað málaralist alla tíð og haldið  fjölmargar sýnigar og verið þáttakandi í samsýningum, heima og erlendis. Sigurður Magnússon  lauk námi frá MHÍ 1991 og framhaldsnámi í London. Hann lauk MA námi frá  ST. Saint Martins 1996. Hann hefur sýnt hér heima, í Englandi og USA.

Báðir myndlistamennirnir eru nýlega 70 ára og rúm hálf öld er síðan þeir bundust vináttuböndum í Gagnfræðaskóla Austurbæjar á Skólavörðuholltinu.

Sýningin verður opin til 8. desember. Daglegur opnunartími verður miðvikudaga til sunnudaga milli klukkan 12 og 18.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com