Gasir02 70x100

Opnun sýningar Kristins Arnar Guðmundssonar í Gallerí Gróttu 12/4

Hjartanlega velkomin(n) á opnun sýningar Kristins Arnar Guðmundssonar – Tímahjólið – fimmtudaginn 12. Apríl kl. 17.00

Á þessari sýningu sem ber nafnið Tímahjólið mun Kristinn Örn sýna ljósmyndaverk frá miðaldadögum á Gásum við Eyjafjörð, verslunarstað frá miðöldum ásamt öðrum listaverkum sem hann hefur unnið.

Myndaröðina frá Gásum sýndi hann árið 2017 í San Benedeto del Tronto á Ítalíu á samsýningu ásamt 73 alþjóðlegum listamönnum.

Kristinn er með verslunarskólapróf frá Verslunarskóla Íslands og er tæknistúdent frá Tækniskóla Íslands. Hann stundaði nám hjá SAE institute/Quantm College á Englandi í 3víddar hönnun og hreyfimyndagerð, þá tók hann einnig heimildamyndagerð frá Documentary Filmmakers Group. Kristinn Örn hefur unnið sem kvikmyndagerðarmaður, grafískur hönnuður ásamt ýmsu öðru. Eitt af áhugamálum hans er ljósmyndun og stafræn myndvinnsla á þeim, þ.e.a.s. hann vinnur ljósmyndir sínar þannig að úr þeim gerir hann stílfærð listaverk.

Tónstafir á Bókasafni Seltjarnarnes 12. apríl kl. 17.30-18.00 – Annamaria Lopa klassískur gítarleikari og Kristrún Helga Björnsdóttir flautuleikari munu halda gítar- og flaututónleika en það er samstarfsverkefni bókasafnsins og Tónlistarskólans.

Ljúfir tónar munu því óma í sýningaropnuninni í Gallerí Gróttu.

Facebook viðburður

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com