HelgaArnalds.ÍG

Opnun sýningar Helgu Arnalds í Grafíksalnum 9.janúar 2020

Helga Arnalds sýnir í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, gengið inn hafnarmegin.

Sýningin opnar 9. janúar kl. 17:00 og stendur til 25. janúar. Opið er fimmtudag til sunnudags kl.14:00 -17:00.

Á sýningunni er að finna djúpþrykk, háþrykk, teikningar, akrílmyndir og þrívíð veggverk þar sem Helga vinnur með bókina sem uppsprettu. Hún vefur saman ritlist og myndlist, upplýsingum og áferð þannig að í huga áhorfandans getur orðið til önnur saga með nýrri merkingu.

Helga lærði myndlist í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2008 og sviðslistir í Instituto del Teatro í Barcelona. Helga á langan og farsælan feril sem leikhúslistakona og hefur í mörg ár starfað við leikhús á Íslandi og erlendis. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín í leikhúsi. Meðal annars Grímuna fyrir leiksýninguna LÍFIÐ sem var valin besta barnaleiksýning ársins, Sproti ársins 2015 og 2012 var sýning hennar Skrímslið litla systir mín valin barnasýning ársins. Helga hlaut einnig Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2012.

Undanfarin þrjú ár hefur Helga verið búsett í Danmörku þar sem hún hefur sótt áframhaldandi nám í myndlist ásamt því að þróa áfram sínar eigin aðferðir í leikhúsvinnu. Helga stofnaði og rekur leikhúsið 10 fingur, hún er einn stofnenda sviðslistahópsins Just Art í Árósum og upphafsmaður og þátttakandi í verkefninu BIG BODY sem er allt í senn tengslanet listamanna, upplifunar- og tilraunarstofa og rannsóknarverkefni.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com