Soill7

Opnun sýningar Erlu S. Haraldsdóttur í Gallerí Gróttu 27.09.

Hjartanlega velkomin(n) á opnun sýningar Erlu S. Haraldsdóttur – MINNING UM LIT – fimmtudaginn 27. september kl. 17.00

Erla vinnur með málverk, hreyfimyndir, myndbandsverk og ljósmyndaverk. Hún er lærður listmálari sem um þessar mundir einbeitir sér að málaralistinni og verkum þar sem náttúrulegir eiginleikar málningarinnar og litanna skapa rými, ljós og skugga.

Af fágun listmálarans leikur hún sér með fígúratíf mótíf, abstrakt liti og mynstur í verkum sínum. Verkin endurspegla gjarnan samspil minninga, tilfinninga og skynjunar. Aðferðafræði og ferlið sjálft eru lykilþættir í verkum Erlu og þau lúta oft ýmsum reglum eða hömlum og taka mið af stöðum eða frásögnum, eða fyrirmælum frá öðrum.

Erla nam myndlist við Konunglega myndlistarháskólann í Stokkhólmi og San Francisco Arts Institute og lauk gráðu frá Myndlistarháskólanum í Valand í Gautaborg árið 1998. Hún býr og starfar í Berlín. Á árunum 2011 til 2015 starfaði hún sem gestakennari í Myndlistarháskólanum í Umeå í Svíþjóð. Hún hefur haldið mikinn fjölda sýninga bæði hér á Íslandi og víða um heim, hélt m.a. nýverið sýningu í grafhvelfingu dómkirkjunnar í Lundi í Svíþjóð.

Verið velkomin á sýningu Erlu í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com