Opnun sýningar á verkum Helga Þorgils á Kirkjulistahátíð

logo_200
Verið velkomin á opnun Kirkjulistahátíðar 2015!
Föstudaginn 14. ágúst kl. 17, opnar Kirkjulistahátíð 2015 í Hallgrímskirkju. Þar verður meðal annars opnuð stór sýning á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar í anddyri, kór og kirkjuskipi Hallgrímskirkju sem ber heitið Fimm krossfestingar, Ský og Marmari og mun hún standa fram á aðventu.
Trúarleg þemu eru ríkjandi á sýningu Helga Þorgils en Helgi segir það fara eftir áhorfandanum hvort lesa eigi verkin sem trúarleg, öll hugræn átök séu í sjálfu sér trúarleg. Menn hugsi um þjáningu hins krossfesta, en fyrir trúaðan mann haldi hann að píslarvætti sé ekki bein þjáning, eins og við skiljum orðið, heldur einskonar upplifun og hreyfing á tíma.
Þá verður af tilefni opnunarinnar einnig flutt brot úr stórfenglegri óratóríu Händels, Salómoni, en hún verður frumflutt á Íslandi nú um helgina á Kirkjulistahátíð. Síðast en ekki síst munu léttfættir barokkdansarar taka spor í fullum barokkskrúða við undirleik ekta barokkhljómsveitar.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að vera viðstaddir þessa glæsilegu opnun!
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com