18765615 10156186952432802 5805788305969704898 N

Opnun í Nesstofu: List Officinalis

Áður ósýnt verk listmálarans Eggerts Péturssonar, sem er í einkaeigu, er meðal verka á nýrri samsýningu sjö samtímalistamanna, sem opnuð verður í Nesstofu á Seltjarnarnesi miðvikudaginn 7. júní kl. 17. Verk Eggerts, Áttundi dagur (2014) er byggt á Sjöunda degi í Paradís (1920) eftir Mugg sem Íslendingar þekkja vel. Yfirskrift sýningarinnar, List Officinalis vísar til plöntuheita og flokkunarkerfis Carolus Linnaeus þar sem officinalis er seinna nafn margra opinberra lækningajurta en verkin eiga það sameiginlegt að tengjast jurtum á einn eða annan hátt. Með verkunum á sýningunni er leitast við að varpa ljósi á sögu þessa merka húss, lækningar, lyf og Urtagarðinn á lifandi og skemmtilegan hátt. Sýningin er unnin á vegum Seltjarnarnesbæjar í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Sýningarstjóri er Sigríður Nanna Gunnarsdóttir.

Sýningin stendur frá 7. júní til 27. ágúst.

Opnunartími Nesstofu er 12-17 alla daga nema mánudaga.
Verið öll hjartanlega velkomin á opnun í Nesstofu, að Safnatröð að Setjarnarnesi þann 7. júní klukkan 17.00

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com