20170502 161317

Opnun myndasögusýningarinnar MANGAMANGA og verðlaunaafhending á Borgarbókasafninu

Laugardaginn 6. maí kl. 15 opnar í Borgarbókasafninu í Grófinni, Tryggvagötu 15, sýning á myndum og sögum sem bárust í nýafstaðna Myndasögusamkeppni Borgarbókasafnsins og Myndlistaskólans í Reykjavík. Keppnin var haldin í samstarfi við myndasögubúðina Nexus og hefur verið árlegur viðburður frá 2008.

Um leið og sýningin verður formlega opnuð verður tilkynnt um úrslit myndasögukeppninnar og verðlaun afhent.

Allir eru velkomnir.

Sýningin mun standa út 4. júní á fyrstu hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com