IMG 0794 (2)

Opnun í SÍM salnum 2. ágúst: Ragnhildur Jóhanns

Opnun sýningar Ragnhildar Jóhanns, Rómönsur, fer fram fimmtudaginn 2. ágúst milli klukkan 17-19 í SÍM salnum, Hafnarstræti 16.

Á sýningunni má sjá fjögur ný málverk af íslenskum femínistum lesandi ástarsögur, Fríðu Rós Valdimarsdóttur, Hildi Lilliendahl Viggósdóttur, Maríu Lilju Þrastardóttur og Sóleyju Tómasdóttur.

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar í sýningarskrá:

“Allar konurnar á myndum Ragnhildar hafa subbað sig út í opinberri umræðu. Þannig hafa þær allar dæmt sig til að vera fláráð kvendi í rauðu ástasögunum. Og í athugasemdum dagsins í dag á netinu. Þær eru konurnar sem karldólgar fullyrða að séu svona ákveðnar í skoðunum sínum af því að þær séu ekki nógu kvenlegar.”

Á opnum verður gjörningur fluttur af fjölda kvenna, hann hefur hvorki upphaf né endi en verður í gangi alla opnunina.

Léttar veitingar, væmni og list í boði og allir velkomnir.

Sýningin stendur frá 2. Ágúst til 24. ágúst og er opin virka daga milli kl 10-16.

Sýningin hlaut styrk úr Myndlistarsjóði.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com