Image002

Opnun hljóðgallerís ofan við Vatnsmýrina

Norræna húsið vekur athygli á opnun hljóðgallerís – Walk ‘n’Bike-In eftir norsku listakonuna Tulle Ruth. Galleríið opnar í dag 20. júní kl. 17:00. Listkonan verður viðstödd opnunina.

Verkið, sem er skúlptúr staðsettur við göngustíg ofan við Vatnsmýrina, spilar sérsamda tónlist eftir norræna og alþjóðlega raftónlistarmenn. Tónlistin á að veita gangandi og hjólandi vegfarendum innblástur og tækifæri til að upplifa umhverfi sitt með nýjum hætti.

Skúlptúrinn ætti ekki að fara fram hjá neinum sem á leið sína um svæðið enda litríkur, steyptur í form kórala kalda hafsins sem listakonan er viss um að lifi við Íslandi, líkt og þeir gera í Noregi. En rannsóknir á því hafa ekki verið gerðar við Ísland vegna skorts á fjármagni, segir listakonan.

Galleríið innheldur verk eftir: Maia Urstad, Siri Austeen, Tine Surel Lange og Luca Forcucci (NO), Trine Hylander Friis, Flopper, Ane Østergaard (DK), Joonas Siren (FI), Anna Hedberg, Signe Liden (SE), Thurid JonsdottirHafdís Bjarnadóttir og Konrad Korabiewski (IS).

Sýningartími verksins er 20. Júní – 31. júlí 2018.

Myndir frá uppsetningu verksins í dag.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com