Vasily

Opnun í Harbinger: Innra – Vasily Mikhailov

 

(english below)
Opnun 25. mars kl. 20:00 – 22:00
Harbinger sýningarými, Freyjugatu 1, 101 RVK

Það er okkur sönn ánægja að kynna Vasily Mikhailov (1973) sem næsta myndlistarmann sýningarraðarinnar “Eyja / Island” en sýningarröðin samanstendur af myndlistarmönnum sem eiga það sameiginlegt að fást við eyjur sem stað sem vegur salt milli innikróunar og afturhaldssemi annars vegar og hins vegar paradísar sem upphefur andann og veitir hugarró.

Hugmyndin um eyju er vissulega teygjanleg en í tilviki Vasily mætti kannski tala um eyju sjálfsins. Innsetningin „Innra” þróaðist út frá reynslu Vasily við að loka sig af inni í íbúð sinni. Með því að hljóðeinangra alla veggi með þar til gerðum hljóðdrepandi strúktúrum tókst honum að skapa rými þar sem ríkti algjör þögn og ekkert endurvarp var á hljóðbylgjum. Við þessar aðstæður fullkomnaðist einveran. Vasily lýsti einangruninni á þennan veg: „Í fyrstu yfirgnæfðu hljóð líkamans allt, hjartað, lungun, ég heyrði jafnvel í blóðinu þrýstast um æðarnar. En svo var eins og að gólfið hyrfi og ég var staddur í algjöru tómarúmi sem að hafði enga afmörkun. Ég flaut um í tóminu og fann hvernig ég stækkaði og stækkaði þar til ég var allt um liggjandi. Þegar engar hljóðbylgjur skullu á húðinni missti líkaminn lögun sína og varð loftkenndur, sem gerði mér kleift að líða áfram um sjálfan mig áreynslulaust. Minningar formgerðust í myrkrinu, hlóðust upp og soguðust hver að annarri. Í alheimi sjálfs mín sá ég kjarna minn líkt og litla eyju umlukta myrkri. Eyjan ég.“

Sýningin stendur til 8. apríl 2017.

Sýningarstjórar eru Una Margrét Árnadóttir & Unndór Egill Jónsson

–––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––

Opening: 25th March, 8pm – 10pm

Harbinger project space, Freyjugatu 1, 101 RVK

We’re proud to introduce Vasily Mikhailov (1973) as the second artist exhibiting in the series “Island”. The series presents solo-exhibitions by artists dealing with the island as a place that’s simultaneously a place of imprisonment and restrain, and a paradise that elevates ones spirit and fills one with exuberance.

The word “island” can be interpreded in many ways but in the case of Mikhailov one immediately thinks of isolation and solitude. Mikhailov developed the installation “Inner” from his experience of closing himself completely off in his own home. By sound-proofing the walls in his apartment with particular sound-insulating structures he managed to create a space of complete silence and without any bouncing waves. Under these conditions he managed to experience complete solitude. Mikhailov describes his experience: „In the beginning, the sounds from my body dominated everything, heart, lungs, I even heard the blood thrust through my veins. Then suddenly it was as if the floor had disappeard and I was floating in this vacuum-like space that had no divisions at all. I was floating around in this big void and grew bigger and bigger until I became everything around me. With no sound waves caressing the skin, my body lost its shape and became airy, allowing me to circle around myself without restrictions. Memories started to form in the dark, gain mass and stick together. In the universe of my self I saw my core: a small island surrounded by total darkness. Mikhailov the island.

The exhibition is open until April 8th.

Curated by Una Margrét Árnadóttir & Unndór Egill Jónsson

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com