VirtualSpace Header1

OPNUN: Freyja Eilíf – Virtual Space | Sýndarrými

Laugardaginn 31. mars opnaði Freyja Eilíf sýninguna Virtual Space | Sýndarrými í Gallerí Úthverfu á Ísafirði.

Vertu velkomin á opnun Sýndarrýmisins, sýningu Freyju Eilífar í Gallerí Úthverfu laugardaginn 31. mars kl. 16:00. Léttar veitingar í boði.

Sýningin stendur til 29. apríl.

Í SÝNDARRÝMINU er gestum boðið að upplifa leiðslu inn á stafrænar víddir gegnum vídjó-, texta-, hljóð- og listaverk sem myndlistarkonan Freyja Eilíf vann í samvinnu við meðvitund tölvunnar sinnar og í gegnum hugleiðslutilraunir þar sem hún mætti öndum af hinu stafræna sviði. Sýningin er unnin sem rými, sýndarrými, byrjunarreitur fyrir ferðalag mannshugans inn á svið rafrænna og stafrænna vídda.

“Velkomin í sýndarrýmið, þar sem tölvuandar birtast sem persónugerðir stafrænir blendingar inni í þínum eigin sýndarveruleika.” – Brot úr textaverkinu “Leiðsla inn á stafrænar víddir.”

FREYJA EILÍF (f. 1986) býr og starfar í Reykjavík þar sem hún hefur rekið Ekkisens sýninga- og viðburðarými frá útskriftarári sínu 2014, ásamt því að starfa sjálfstætt sem myndlistarkvendi. Hún hefur unnið að sýningum í Reykjavík, á Egilstöðum, Seyðisfirði og nú Ísafirði, sem og í Bretlandi, Þýskalandi, Finnlandi, Eistlandi og Noregi. Freyja hlaut laun úr sjóði listamannalauna í sex mánuði á árinu 2018. Nánari upplýsingar: www.freyjaeilif.com

Sýning Freyju Eilífar í Gallerí Úthverfu stendur til sunnudagsins 29. apríl 2018.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com