FreePlay1

Opnun Free Play í Bingósal Vinabæjar í Skipholti

Laugardaginn 26. maí kl 17:00 opnar sýningin Free Play í bingósal
Vinabæjar í Skipholti 33. Höfundar verksins eru Borghildur
Indriðadóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Hrafnhildur Gissurardóttir.

Þær hafa leitt saman listamenn og hönnuði úr ólíkum greinum og er
verkið byggt á óperunni La Traviata eftir Giuseppe Verdi. Í verkinu er
óperuformið brotið upp; í stað hljómsveitar skapar
raftónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarenssen, einnig þekktur sem
Hermigervill, hljóðheim verksins í samstarfi við sópransöngkonuna
Hrafnhildi Árnadóttur. Verkið er tæp klukkustund að lengd en leikmynd
og búningar eru í formi innsetningar sem unnin er í samstarfi við
búningahönnuðinn Þórunni Maríu Jónsdóttur.

Titill verksins Free Play er tilvitnun í aríuna Sempre libera eða
Ávallt frjáls þar sem aðalpersóna verksins, Violetta, syngur um löngun
sína til að lifa frjáls og áhyggjulaus. Orðin Free Play koma einnig
fyrir á miðju bingóspjaldanna sem spilað er á í Vinabæ en
bingósalurinn hefur veitt innblástur við sköpun verksins.

Hægt er að nálgast miða á tix.is og við innganginn

*Athugið að aðeins verður ein sýning*

Unnið í samstarfi við hah editions.

Hrafnhildur Árnadóttir / Borghildur Indriðadóttir / Hrafnhildur
Gissurardóttir / Petra Valdimarsdóttir / Sveinbjörn Thorarensen,
Hermigervill / Saga Sigurðardóttir / Þórunn María Jónsdóttir /
Valgerður Árnadóttir / Ástrós Erla Benediktsdóttir /


Mynd: Saga Sig

vídeo samstarfi við Sögu Sig (ljósmyndara) og Valgerði Árnadóttir:

 
#hahfreeplay
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com