Unnamed 1

Opnun í Ekkisens: Sameindir

Verið velkomin í útgáfuhóf og sýningu bókverksins Sameindir eftir Höllu Birgisdóttur í Ekkisens, föstudaginn 5. maí kl 17:00. Rasspotín gefur út og markar verkið upphaf samstarfs þessara aðila.

Með bókverkinu Sameindir skoðar Halla það fyrirbæri sem við köllum ást sem er, eins og myndlist, dularfull og vandmeðfarin.

Teikningar úr verkinu verða til sýnis. Bókverkið er í takmörkuðu upplagi og verður til sölu á sérstöku útgáfuverði (kr. 3500.-)

Léttar veitingar verða í boði.
Athugið að sýningin verður einungis opin þessa einu helgi, 5. maí – 7. maí.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com