Dude Where

Opnun í OPEN: Dude, Where’s My Cat?

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Dude, Where’s My Cat? / Melur, hvar er kötturinn? í OPEN að Grandagarði 27, föstudaginn 13. apríl kl. 17:00!

PEN kynnir með stolti fyrstu sýningu Aurora Sander á Íslandi sem opnar föstudaginn 13. mars kl. 17 í Grandagarði 27. Sýningin verður opin til 5. maí. Opnunartímar eru fös: 12 -16 og lau: 13 – 15.

Facebook viðburður hér

Melur, hvar er kötturinn?

Við kynnum til leiks: Kris, Caitlyn, Kim, Kylie og Stormi. Hér er ekki um að ræða meðlimi Jenner og Kardashian fjölskyldunnar heldur got kattaeftirmynda, sem eru til bæði í stafrænu og efnislegu formi sem skúlptúrar úr striga og tré. Kris, Caitlyn, Kim, Kylie og Stormi voru upphaflega getin sem “Crypto-kitties”, sem þýðir að tilvist þeirra er órjúfanleg Ethereum kubbakeðjunni. Erfðamengi kettlinganna, kóðinn þeirra, er einstakt og orsök sérkenna þeirra. Hægt er að kynna sér rafeyri, kubbakeðjur og CryptoKitties annars staðar.

Í þann mund sem CryptoKitties var að slá í gegn, í desember 2017 skrifuðu TechCrunch.com: „Nú er fólk að nota Ether[eum], eign sem er umdeilanlega lítils virði, til þess að kaupa eign sem er umdeilanlega einskis virði. Svona er Internetið 2017.“

Kylie

Kim

Stormi

Kris

Caitlyn

Myndlistartvíeykið Aurora Sander samanstendur af Ellinor Aurora Aasgaard (fædd 1991 í Kristiansand í Noregi) og Bror Sander Berg Størseth (fæddur 1987 í Bærum í Noregi). Þau hafa sýnt víðsvegar síðustu ár, þar á meðal: 7th International Moscow Biennale (Rússland), Passerelle Center d’art contemporain (Frakkland), Yamamoto Gendai (Japan), Overgaden Institute of Contemporary Art (Danmörk) og Norwegian Sculpture Biennial í Vigeland Museum (Noregur). Þau voru tilnefnd til Berlin Art Prize árið 2016. Skúlptúrar þeirra eru mitt á milli forms og gagns, lista og hönnunar, orðræðu og andstyggðar. Til dæmis færanleg málverk sem standa á kössunum sem flytja þau milli staða, hreyfanlegur skúlptúr sem færir okkur félagslegt sleipiefni, eða háhælaðir skór með innbyggðum sópum hentugir til þrifa og sæti tileinkuð forsíðum tímarita. Aurora Sander bregðast við innstu strúktúrum myndlistarheimsins, félagskap, dreifingu, dómum, verðsköpun og verðmyndun. Þau snúa upp á nokkrar hendur, en passa í leiðinni upp á að snúningurinn sé djöfulli nettur.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com