Promesse Du Bonheur3b

Opnun Arnars Ásgeirssonar og Heiðars Kára Rannverssonar á sýningunni Promesse du bonheur 13. nóvember

Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun Arnars Ásgeirssonar og Heiðars Kára Rannverssonar á sýningunni Promesse du bonheur, næstkomandi föstudag, 13. nóvember, kl. 20.

Sýningin stendur til 13. desember.

_ _​

Á sýningunni Promesse du bonheur birtist dagdraumur Kúratorsins um stað sem er langt frá hefbundnum vettvangi myndlistarinnar.

Í flóttanum frá hversdeginum verður hið venjubundna framandi  – pottaplöntur verða að pálmatrjám og ryksugan gefur frá sér sefandi sjávarnið.

Promesse du bonheur er áframhaldandi samtal Arnars Ásgeirssonar og Heiðars Kára Rannverssonar sem hófst með sýningunni Disappointing Sculpture í Kunstschlager árið 2013.

Á sýningunni velta þeir fyrir sér hamingjuloforði listarinnar, með mynd- og textaverkum sem unnin eru undir áhrifum frá kokteilum og tælenskri matargerð.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com