Opnun á Videó veggnum – Föstudaginn 30. janúar klukkan 17.00
Föstudaginn 30. janúar klukkan 17.00 opnar Videó veggurinn, en hann er staðsettur í litlu skartgripagallerýi sem rekið er af Erling gullsmið í suðurstofu Aðalstrætis 10.
Videó veggurinn er kominn til að vera og verður vettvangur myndlistarmanna til að sýna videóverk. Fyrstur til að sýna er myndlistarmaðurinn Finnur Arnar.