Helgibanner

Opnun á sýningu Helga Þórssonar

Opnun á einkasýningu Helga Þórssonar í Kjallaranum

Laugardaginn 18. ágúst kl. 17 – 19

í Geysir Heima, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík

Smásögur úr Kjallaranum

Helgi Þórsson er mörgum kunnugur í íslensku listalífi. Hann er nú búsettur í Belgíu þar sem hann iðkar listsmíðar sínar af enn meiri kostgæfni en nokkrum sinnum fyrr.

Hann mun nú heiðra okkur með nærveru sinni, myndum og skúlptúrum.

Aðspurður sagðist Helgi engan tíma hafa haft fyrir þessa sýningu og er búinn að þurfa að sleppa svefni síðustu sólarhringa til að geta klárað verkin. Hann segir þetta þó ekkert nýtt enda orðinn alvanur vinnuálaginu, hann fullyrðir að verkin séu engu verri enda sé best að vera þar næst rænulaus til að nálgast betur kjarnann eða sannleika listarinnar.

Helgi segir verkin á sýningunni vera einhverskonar stuttar sögur ekki ólíkt bíómyndinni Short Stories sem hafi þótt býsna góð þegar hún kom út en tíminn leiddi svo í ljós að um þunnan þrettánda hafi verið að ræða.


Um listamanninn:

Helgi Þórsson er fæddur árið 1975. Hann lærði málmsmíði í Iðnskóla Reykjavíkur og lauk síðan BA gráðu í myndlist úr Gerrit Rietveld Academie og að lokum MA gráðu í myndlist úr Sandberg Institiut, bæði í Hollandi, árið 2004.

Helgi hefur starfað sem myndlistarmaður síðan og tekið virkan þátt í myndlistarlífi á Íslandi sem og erlendis.

Hann er iðinn við kolann, stofnaði sýningarrýmið Kunstschlager 2012-2015 ásamt fleiri myndlistarmönnum og rekur nú í slagtogi við enn fleiri myndlistarmenn sýningarrýmið ABC Klubhuis í Antwerpen í Belgíu.Smásögur úr Kjallaranum stendur yfir til 14. október næstkomandi.

Hlekkur á viðburðinn á Facebook

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com