Eros

Opni Listaháskólinn á vorönn 2017

Á vorönn 2017 verður boðið upp á fjölbreytt námskeið í öllum deildum Listaháskóla Íslands. Í Opna listaháskólanum getur fagfólk nú sótt námskeið sem kennd eru í deildum en stefnt er að því að námskeið verði opnuð fyrir fleiri hópum á næstu misserum. Opni listaháskólinn er gátt Listaháskólans út í samfélagið þar sem þekking og reynsla fær að streyma óhindrað í báðar áttir. Markmið hans er meðal annars að glæða áhuga almennings á listum og veita sem breiðustum hópi fólks aðgang að þeirri sérþekkingu og aðstöðu sem Listaháskóli Íslands býr yfir.

Í myndlistardeild verða eftirfarandi námskeið í boði:
Alþjóðleg myndlist frá 1970 til samtímans, 4 einingar
Sjónmenning samtímans, 4 einingar
Frá póstmódernisma til altermódernisma og eftirframleiðslu, 4 einingar
Eros: Myndbreytingar ástarinnar í sögu listarinnar, 4 einingar
The Element of Chance the Unintentional the Repetition and the Rule, 4 einingar

 

Nánari upplýsingar og námskeið allra deilda má nálgast á http://www.lhi.is/opni-listahaskolinn

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com