OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Opinn fyrirlestur í Myndlistardeild LHÍ: David Horvitz

Föstudaginn 18. nóvember kl. 13 mun David Horvitz halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í myndlistardeild Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91.

Hann mun ræða verk sín með útgangspunkti í kirkjuklukku og einnig fjalla um staðbundnar hefðir og tímaskyn. David mun sýna verkið Let us keep our own noon á 10 ára afmælishátíð Sequences á laugardaginn 19. nóvember í Listasafni Íslands. Þar hefur hann brætt franska kirkjuklukku frá 1742 og mótað í 47 handbjöllur sem eru virkjaðar í gjörningi þegar sól verður hæst á lofti þennan dag.

David Horvitz er fæddur 1982 og býr og starfar í Los Angeles. Nýlegar einkasýningar hans eru meðal annars ‘ja’ í Chert, Berlín og ‘oui’ í bókabúð Yvon Lambert, París, 2016; ‘Situation #20’ í Fotomuseum Winterthur, 2015; ‘through the morning) kiss this pillow’, í T25, Ingolstadt, 2015; ‘David Horvitz’, Blum & Poe, Los Angeles, 2014; ‘Gnomons’ í New Museum, 2014; samhliða sýningar í Jan Mot, Brussels og Dawid Radziszewski Gallery, Varsjá, 2014; Statements, Art Basel, 2013; ‘POST’, Kunsthal Charlottenborg, Kaupmannahöfn, 2013; ‘At Night They Leave Their Century’, Chert, Berlín, 2013. Hann hefur auk þess tekið þátt í Frieze Projects fyrr á þessu ári, auk þess sem hann stofnaði Procino galleríið árið 2013 í Berlín.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com