CalArts School Of Art "Untitled (how Does It Feel)" Show By Anna Masdottir? In Lime

Opinn fyrirlestur í LHÍ: Anna Hrund Másdóttir

Föstudaginn 10. febrúar kl. 13 mun Anna Hrund Másdóttir halda opinn fyrirlestur í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Anna Hrund leitar að listinni í sínu nánasta umhverfi og gerir tilraun til að sameina undirmeðvitund og íhugun við raunverulega hluti. Anna Hrund finnur hluti úr ýmis konar landslagi, geymir þá og flytur milli heimila og heimsálfa. Hún tekur þá í sundur og endurraðar, og færir okkur vönd – uppstilling af uppgötvunum úr raunveruleikanum.

Í erindi sínu ætlar Anna að fjalla um verk sín og feril, auk þess ætlar hún að segja frá hugmyndum sem liggja að baki sýningu hennar fantagóðir minjagripir sem stendur nú yfir í D-sal Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur.

Anna Hrund Másdóttir (f. 1981) býr og starfar í Los Angeles og Reykjavík. Hún lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Mountain School of Art og lauk MFA námi frá California Institute of the Arts vorið 2016. Áður en hún hóf myndlistarnám útskrifaðist hún úr stærðfræði við Háskóla Íslands. Auk þess að starfa sem myndlistamaður er Anna Hrund meðlimur í Kling & Bang. Anna hefur sýnt bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum, og tekið þátt í myndlistarverkefnum beggja vegna Atlantshafsins.

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og er öllum opinn.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com