Alanna Heiss Clocktower

OPINN FYRIRLESTUR: ALANNA HEISS

(English below)

ALANNA HEISS: The Anti-Museum

Mánudaginn 23. október klukkan 12:00 mun bandaríski sýningastjórinn Alanna Heiss halda opinn fyrirlestur um víðtækan feril sinn í yfir 45 ár sem sýningastjóri, menningarframleiðandi og frumkvöðull á sviði samtímamyndlistar, í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Alanna Heiss (f. 1943) er mikilvirk og virt persóna í bandarískum listheimi. Hún er helsti leiðtogi hreyfingar í stofnun óhefðbundinna listrýma í New York, frá því snemma á áttunda áratugnum, sem breytti því á róttækan hátt hvernig staðið var í framhaldinu að stórum listverkefnum, miðlun þeirra viðtökum við þeim.

Árið 1972 stofnaði hún sýningarýmið Clocktower Productions, sem hún starfrækti á Manhattan til ársins 2013. Og árið 1976 stofnaði hún P.S.1 Contemporary Art Center (sem nú er hluti af MoMA PS1), sem hún stýrði í 32 ár í Queens, og þekkt er um heim allan sem einn helsti sýninga- og framleiðsluvettvangur samtímalistar í heiminum.

Alanna Heiss hefur stýrt yfir 700 sýningum í P.S.1 og í listasöfnum og sýningarýmum um allan heim. Árið 2003 stofnaði hún Art RadioWPS1.org, útvarpsstöð P.S.1, þá fyrstu sinnar tegundar. Meðal fjölmargra rita, sem hún hefur skrifað og stýrt, eru bækur um verk listamanna s.s. Janet Cardiff, Alex Katz, Dennis Oppenheim, Michelangelo Pistoletto, Katharina Sieverding og John Wesley.

Alanna Heiss stýrði Parísartvíæringnum í samtímamyndlist árið 1985 og bandaríska skálanum á Feneyjatvíæringnum árið 1986. Hún var jafnframt sýningarstjóri sérstaks sýningarverkefnis um John Cage á Feneyjatvíæringnum árið 1993. Hún var listrænn stjórnandi Shanghai-tvíæringsins í samtímamyndlist árið 2002 og hún var þátttakandi í Yokohama-þríæringnum í samtímamyndlist árið 2005.

Alanna Heiss hefur hlotið helstu viðurkenningu New York borgar, svo og viðurkenningar frá franska ríkinu, Polar verðlaunin frá sænska konungdæminu og Skowhegan verðlaunin, öll fyrir framlag sitt til menningarmála, svo og CCS Bard verðlaunin fyrir framúrskarandi starf sem sýningarstjóri.

Alanna Heiss er stödd á Íslandi í fyrsta sinn, í boði Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listasafns Íslands.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Ath. Sunnudaginn 22. október kl.14 mun Alanna Heiss eiga í samtali við Hrafnhildi Arnardóttur/Shoplifter um sýningu hennar Taugafold VII, á lokadegi sýningarinnar í Listasafni Íslands.

Facebook viðburður hér


Upplýsingar á vef Listaháskólans
_________________________________________

ALANNA HEISS: The Anti-Museum

Monday 23rd October at 12noon, curator Alanna Heiss will talk about her expansive activity as a curator, cultural instigator and producer of art projects and exhibitions for over 45 years. The talk will take place in the auditorium of the Visual Art Department of the Iceland Academy of the Arts at Laugarnesvegur 91.

Alanna Heiss (b. 1943), is a leader of the groundbreaking early 1970’s alternative spaces movement in New York City, which radically changed the way large-scale art projects were produced, shown, and seen. In 1972 she founded the legendary Clocktower Productions, and in 1976 she founded P.S.1 Contemporary Art Center (now MoMA PS1) which she directed for 32 years, and transformed into an internationally renowned non-collecting center for the production and presentation of contemporary art.

Heiss has organized over 700 exhibitions at P.S.1 and in art spaces around the world. In 2003 founded Art Radio WPS1.org, the Internet radio station of P.S.1 and first ever all-art museum station. Among her numerous publications are catalogues of the work of Janet Cardiff, Alex Katz, Dennis Oppenheim, Michelangelo Pistoletto, Katharina Sieverding, and John Wesley.

Heiss was Commissioner of the 1985 Paris Biennial, and Commissioner of the 1986 American Pavilion at the Venice Biennale. She served as Chief Curator of the Tribute for John Cage, organized for the 1993 Venice Biennial, and as the Curatorial Director of the 2002 Shanghai Biennale, and she was a panelist for the 2005 Yokohama Triennial. She is the recipient of the Mayor’s Award for Contributions to the Artistic Viability of New York City, France’s Chevalier des Arts et des Lettres in the Légion d’Honneur, the Royal Swedish Order of the Polar Star, the Skowhegan Award for outstanding work in the arts, and the CCS Bard Award for Curatorial Excellence.

Alanna Heiss visits Iceland for the first time, by invitation from the Icelandic Art Center and the National Gallery of Iceland.

The talk will be held in English and is open to the public.

Note: On Sunday 22nd October at 2pm, Alanna Heiss and Hrafnhildur Arnardottir/Shoplifter will have a discussion on Arnardottir´s current exhibition Nervescape VII, which is on display at the National Gallery of Iceland.


 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com