Opin námskeið /// Styrkumsóknir: skapandi greinar

10502038_918127878232739_7553400078434719248_n

 

leiklistaraefing
OPIN NÁMSKEIÐ LISTKENNSLUDEILDAR Á HAUSTÖNN
Opnað hefur verið fyrir skráningu í opin námskeið listkennsludeildar á haustönn 2015. Boðið er uppá fjölbreytt úrval námskeiða á meistarstigi sem eru opin öllum sem eru með grunnháskólagráðu í listum, hönnun eða kennslu.

Starfandi listgreinakennarar eru sérstaklega hvattir til að sækja námskeiðin sem henta vel til símenntunar listgreinakennara. Fjölmörg ný námskeið eru í boði á næstu haustönn og hægt er að taka námskeið með eða án eininga.
Námskeið sem í boði verða haustið 2015

Skuggaleikhús, 2 einingar. NÝTT.
Leiklist fyrir kennara ungra barna, 2 einingar. NÝTT.
Tónlist fyrir kennara ungra barna, 2 einingar. NÝTT.
Skapandi skrif í skólastofunni, 4 einingar.
Rödd, spuni, tjáning, 2 einingar.
Styrkumsóknir: skapandi greinar, 2 einingar. NÝTT.
Rytmaspuni og kroppaklapp, 2 einingar.
Verkefnastjórnun, 6 einingar.
Listkennsla nemenda með sérþarfir, 6 einingar.
Námsefnisgerð, 4 einingar.
Listir og sjálfbærni (fjarnámskeið, 2 lotur), 6 einingar.

Kennarar eru allir leiðandi á sínu sviði og koma bæði úr röðum kennara við Listaháskóla Íslands og af vettvangi.

Nánari upplýsingar um námskeiðin eru að finna hér: http://lhi.is/namid/listkennsla/opin-namskeid/namskeid/

Umsóknareyðublað er að finna hér: http://lhi.is/namid/listkennsla/opin-namskeid/umsokn/

Verðskrá er að finna hér: http://lhi.is/namid/listkennsla/opin-namskeid/verdskra/

Nánari upplýsingar veitir Gunndís Ýr Finnbogadóttir: gunndis@lhi.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com