OPIN HÁDEGISFYRIRLESTUR Í MYNDLISTARDEILD LHÍ – ÖRN ALEXANDER ÁMUNDASON

Speculations on the Impact of Kurt Cobain_Performance at The Living Art Museum 2013  tuggur

 

ÖRN ALEXANDER ÁMUNDASON

 

HÁDEGISFYRIRLESTUR Í MYNDLISTARDEILD


Mánudaginn 27. apríl kl. 12.30 heldur listamaðurinn Örn Alexander Ámundason fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

 

Örn Alexander er nýlega fluttur aftur til Íslands en hann útskrifaðist frá Listaháskólanum í Malmö árið 2011 þar sem hann hefur verið búsettur síðastliðin ár. Á undanförnum árum hefur Örn sýnt verk sín víða bæði á Íslandi og erlendis og má þar nefna í Lunds Konsthall í Svíþjóð, Gallerí F15 og Röda Sten Konsthall í Noregi, The Armory Show í NY og Brandenburgischer Kunstverein í Berlín. Hann hefur einnig flutt fjölmarga gjörninga m.a. í Nýlistasafninu, Sequences 2011, ACTS International Festival for Performative Art, Samtalekøkken, Nikolaj Kunsthal, Landmark í Bergen og Göteborg International Biennal for Contemporary Art.

 

Í fyrirlestrinum mun Örn greina frá eigin listsköpun. Hann mun fjalla um nokkur verkefni sem hann hefur unnið að á síðustu árum, þ.á.m. einkasýninguna ‘Hópsýning’ sem opnaði í Nýlistasafninu í janúar, þar sem hann velti m.a fyrir sér framsetningu myndlistar í sýningarrými.  Þá mun hann fjalla um nýlega gjörninga eins og ‘Tuggur’ þar sem hann vinnur með kex og ‘Speculations on the Impact of Kurt Cobain’ þar sem flest fer úrskeiðis. Einnig mun hann fjalla um ‘A Collaboration Monument’, samstarfsverkefni hans með sænska listamanninum Olof Nimar. Verkefnið er tilraun til þess að framkvæma hið fullkomna samstarf.
Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Nánari upplýsingar um Örn Alexander Ámundason má finna hér: http: http://www.ornalexanderamundason.com/

 

Opnir fyrirlestrar í myndlistardeild

 

Á ári hverju heldur fjöldi lista- og fræðimanna erindi um verk sín og hugmyndir á fyrirlestrum í myndlistardeild. Fyrirlestrarnir eru opnir almenningi og er ætlað að kynna margþætt viðfangsefni úr heimi lista og samtímamenningar og hvetja til umræðu um þau. Fyrirlestrarnir eru mikilvægur þáttur í starfsemi deildarinnar og eru ætlaðir til að efla tengsl milli nemenda og starfandi lista- og fræðimanna.

 

Fyrirlestrar í myndlistardeild fara fram í fyrirlestrarsalnum að Laugarnesvegi 91. Þeir eru opnir almenningi og er aðgangur ókeypis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com