Bara

Opið verkstæði BARA – Bjargey Ingólfs verður með opna vinnustofu í Lyngási, sunnudaginn 27. október

Á sunnudaginn 27.október verð ég með opið verkstæði BARA og lagersölu á heilsu-og stuðningsvörum sem ég hef hannað. Auk þess verða til sýnis og sölu listmunir og handverk sem ég hef unnið á undanförnum árum. 

Þætti vænt um ef þú deildir þessum viðburði ef einhverjir vildu nýta sér þessi tilboð og hefðu gaman af að heimsækja verkstæði BARA á sunnudaginn.

Í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar, sunnudaginn 27.október verður verkstæði BARA í Lyngási 7 – 9 í Garðabæ opið frá kl 12-18.

Frumkvöðlafyrirtækið BARA var stofnað af Bjargey Ingólfs iðjuþjálfa árið 2006 og sérhæfir sig í hönnun og gerð heilsu-og stuðningsvara fyrir fólk með stoðkerfisvanda í herðum, hálsi og baki.

Margir kannast við hálskragann Snákinn og Epla- og Perupúðana frá BARA og í tilefni dagsins bjóðum við þessar vörur á 10 – 50% afslætti.

Ef þú átt BARA púða sem þarf viðbótar fyllingu þá endilega taktu hann með og við bætum í hann á staðnum þér að kostnaðarlausu. Þannig endist Eplið þitt eða Peran í mörg ár í viðbót sem er kostur bæði fyrir umhverfið og fjárhaginn.

Eftirfarandi reynslusögu fengum við senda frá Ingibjörgu Loftsdóttur sjúkraþjálfara:

„Það eru orðin ansi mörg ár síðan að ég keypti Perupúðann minn hjá BARA og hefur hann vægast sagt nýst vel. Peran er notuð á hverjum degi á heimilinu, bæði fyrir tölvunotkun og líka til að hafa það notalegt. Svo gerist það að móðir mín sem er 83 ára hefur verið að þróa með sér verki í háls- og herðasvæði undanfarnar vikur. Ég sýndi henni æfingar sem hún hefur gert samviskusamlega en ekki alveg dugað til. Einn daginn þegar hún var í heimsókn hjá mér átti hún erfitt með að koma sér vel fyrir í stól vegna verkjanna. Þá datt okkur í hug Perupúðinn góði undir handleggina og viti menn hún var orðin verkjalaus nánast samstundis! Hún ætlaði varla að trúa þessu og nú á hún sinn eigin Perupúða og er alsæl.“

Bjargey, hönnuður BARA hefur átt verk á list- og hönnunarsýningum bæði hérlendis og erlendis. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Textílfélagi Íslands, Hönnunarmiðstöð auk Íðjuþjálfafélags Íslands.

Verkstæðið hefur að geyma ýmiskonar forvitnilega hluti og efnivið sem verða til sýnis og sölu þennan dag.

Verið öll hjartanlega velkomin á verkstæði BARA á sunnudaginn!

https://www.facebook.com/events/2134515476852013/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com