LV TheistareykirListaverkasamkeppniNY100717.133430

Opið rými | Hugmyndasamkeppni um verk í náttúru Þeistareykja

Hugmyndasamkeppni um verk í náttúru Þeistareykja
– Fyrirspurnir skulu berast keppnisritara fyrir þriðjudaginn 17. apríl 2018!

Jarðvarmastöðin á Þeistareykjum er nýjasta aflstöð Íslendinga. Stöðin var gangsett þann 17.nóvember 2017 og nú efnir Landsvirkjun í samstarfi við Hönnunarmiðstöð til hugmyndasamkeppni um verk sem staðsett verður í víðáttumikilli náttúru Þeistareykja.

Hverju er leitað að?

Óskað er eftir tillögum að hönnuðu verki eða listaverki sem sett verður upp í nágrenni Þeistareykjastöðvar. Hugmyndasemkeppnin verður í tveimur hlutum:

 • Í fyrri hluta samkeppninnar velur forvalsnefnd úr innsendum tillögum, þrjár til fimm tillögur, inn í seinni hluta samkeppninnar. Ekki er greitt fyrir þátttöku í fyrri hluta samkeppninnar. Sjá nánari upplýsingar í samkeppnislýsingu.
 • Verkefnið felst í því að gera tillögu að verki sem sett verður upp í nágrenni Þeistareykjastöðvar. Verkið þarf að falla vel að umhverfinu og má tengjast náttúru og sögu staðarins. Kostur er að verkið undirstriki sérstöðu svæðisins, auki á upplifun og hvetji til þátttöku þeirra sem þar eiga leið um. Skilyrði er að hægt sé að útfæra tillöguna í fullri stærð og að hún taki tillit til endingar og viðhalds.
 • Staðsetning verksins er frjáls að svo miklu leyti sem aðstæður leyfa. Efnisval og frágangur verka þarf að taka mið af umhverfi sínu og því hvetjum við þátttakendur til að kynna sér vel veður- og náttúrufar staðarins.
 • Tillögum í fyrri hluta keppninnar skal skila fyrir kl.16 þann 1. júní 2018!

Hverjir geta tekið þátt?

 • Samkeppnin er opin hönnuðum, arkitektum, landslagsarkitektum og listamönnum. Skal sá aðili koma fram fyrir hönd teymisins og vera ábyrgur fyrir þátttöku þess.
 • Nánari upplýsingar um skilmála og fyrirkomulag ásamt ítarlegri verklýsingu má lesa í samkeppnislýsingu og á vef Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Fyrirspurnir skal senda á netfangið samkeppni@honnunarmidstod.is. Keppnisritari er Haukur Már Hauksson, grafískur hönnuður.

Verðlaunafé

 • Þátttakendur í seinni hluta keppninnar, sem skila tillögu sem fullnægir kröfum í keppnislýsingu og á tilsettum tíma, fá greiddar kr. 600.000 í þóknun.
 • Við gerð samnings, þegar keppandi tekur að sér að útfæra nánar innsenda tillögu, verða honum greiddar kr. 100.000 af þeirri upphæð. Mismunurinn verður greiddur að lokinni samkeppni eða þegar úrslit liggja fyrir.

  Veitt verða þrenn verðlaun og er upphæð þeirra:

  1. Verðlaun kr. 1.300.000,-
  2. Verðlaun kr. 1.100.000,-
  3. Verðlaun kr. 1.000.000,-

Dómnefnd

Í dómnefnd í fyrri hluta keppninnar eru eftirtaldir þrír aðilar:

 • Tilnefnd af hálfu Landsvirkjunar:
  Björk Guðmundsdóttir, landslagsarkítekt
 • Tilnefnd af Hönnunarmiðstöð Íslands:
  Ivon Stefán Cilia, arkítekt
 • Tilnefnd af Hönnunarmiðstöð Íslands:
  Egill Egilsson, iðnhönnuður

Í dómnefnd í síðari hluta keppninnar eru eftirtaldir fimm aðilar:

 • Tilnefnd af hálfu Landsvirkjunar:
  Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar
  Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
 • Tilnefnd af Hönnunarmiðstöð Íslands:
  Ivon Stefán Cilia, arkítekt
  Hildur Ýr Ottósdóttir, arkítekt
  Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitekt

 

Nánari upplýsingar um samkeppni má finna á www.landsvirkjun.is/samkeppni!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com