12193887 991120664266793 8267156366309134081 N

Opið hús Listaháskóla Íslands 13. nóvember kl. 13:00 – 16:00

Föstudaginn 13. nóvember verður opið hús í Listaháskólanum frá kl. 13:00–16:00. Þá er kjörið tækifæri til að kynna sér háskólanám í hönnun eða listum á BA og MA stigi. Fjölbreytt dagskrá verður í þremur húsum skólans og mun hver deild kynna námsbrautir í sínu húsnæði.

Auk námsbrautakynninga verða verk nemenda til sýnis, hægt verður að fylgjast með völdum kennslustundum, skoða inntökumöppur nemenda og margt fleira.

Opið hús er besta leiðin til að kynna sér nám við Listaháskólann en margir listgreinakennarar og námsráðgjafar koma með með nemendahópa á hverju ári.

Dagskrá deilda:

HÖNNUNAR- & ARKITEKTÚRDEILD
Þverholti 11, 105 Reykjavík

Kl. 13-16 Skoðunarferðir um vinnustofur
Kl. 13-16 Inntökumöppur og verkefni í anddyri
Fagstjórar kynna námsbrautir í sal A:
Kl. 14 Kynning á námi við hönnunar- og arkitektúrdeild
Kl. 14:15 Arkitektúr
Kl. 14.30 Vöruhönnun
Kl. 14:45 Grafísk hönnun
Kl. 15:00 Fatahönnun
Sýningar á verkum nemenda af öllum árum verða í kjallara og mötuneyti.

MYNDLISTARDEILD
Laugarnesvegi 91, 104 Reykjavík

Kl. 13-14 Fyrirlestur: Guðmundur Thoroddsen
Kl. 13-14 Leiðsögn um húsið
Kl. 14.30-15 Námskynning BA og MA námsbrauta
Kl. 15 Leiðsögn um húsið
Kl. 13-16 Inntökumöppur, ferilmöppur og BA ritgerðir sýndar
Kl. 13-16 Verkstæði opin
Sýningar:
Kl. 13-16 Verk nemenda verða sett upp víðs vegar um húsnæði deildarinnar.
Einkasýningar 3 árs nemenda:
Auður Anna – Skúrinn
Geirþrúður – Naflinn
Una Kristín – Kubbur

SVIÐSLISTADEILD
Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík

Kl. 13-14 Nemendur sitja fyrir svörum í matsal. Inntökumöppur verða til sýnis sem og kynningarmyndband.
Kl. 14-14:30 Kynning á deildinni þar sem fagstjórar kynna hver sína braut ásamt nemendum.
Opnir tímar:
Kl. 14:30-15:30 Opnað verður inn í tíma hjá leikurum á 3. ári og Sviðshöfundum á 1. ári.
Kl. 15:30-16 Nemendur á fyrsta ári dansbrautar opna inn í Álfhól og sýna afrakstur af vinnusmiðju í contact-spuna.

TÓNLISTARDEILD
Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík

Kl. 13:15 Kynning á náminu í Græna sal, 3. hæð, og leiðsögn um húsakynnin
Kl. 14-14:40 Tónleikar í Flyglasal
Kl. 14-16 Opin æfing í Vestra: Spuni og samspil (rytmísk tónlist)
Kl. 15 Kynning á náminu í Græna sal, 3. hæð, og leiðsögn um húsakynnin
Nemendur og kennarar tónlistardeildar svara spurningum um námið og sýna húsakynnin þeim sem vilja skoða sig um.

ATH: Dagskrá gæti breyst

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com