Opið fyrir umsóknir í Opna Listaháskólann

Leiðarljós Opna Listaháskólans
Opni listaháskólinn er gátt Listaháskólans út í samfélagið þar sem þekking og reynsla fær að streyma óhindrað í báðar áttir. Markmið hans er meðal annars að glæða áhuga almennings á listum og veita sem breiðustum hópi fólks aðgang að þeirri sérþekkingu og aðstöðu sem Listaháskóli Íslands býr yfir.

Með tilkomu Opna listaháskólans stóraukast einnig möguleikar starfandi listafólks og hönnuða til símenntunar, starfsþróunar og tenglsamyndunar. Áhersla verður lögð á að greina og bregðast við þörfum vettvangsins og eiga í virku samstarfi við fagfélög, fyrirtæki og stofnanir þar um.

Opni listaháskólinn fagnar fjölbreytileika mannlífsins og því verður kapp lagt á að tryggja aðgengi þeirra hópa sem hingað til hafa ekki átt greiðan aðgang að list- og menningarfræðslu, hvort sem er vegna búsetu, fötlunar, uppruna eða annarra þátta.

Viðburðir á vegum Opna listaháskólans verða allt frá snörpum kvöldnámskeiðum fyrir almenning til stórra sérhæfðra námskeiða á meistarastigi.

Námskeið sem gætu höfðað sérstaklega fyrir myndlistarmenn:

Fagurfræði, skynjun og nám, 6 einingar
Styrkumsóknir skapandi greinar, 2 einingar
Módernismi í myndlist, 4 einingar
Snertifletir vísinda og myndlistar, 4 einingar
Sjónarhorn kynjafræða í myndlist, 5 einingar

Sjá nánar.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com