Marshallhusid Net

Opið fyrir umsóknir fyrir afmælissýningu Nýlistasafnsins, umsóknarfrestur til 15. janúar

(ENGLISH BELOW)

Stjórn Nýlistasafnsins kallar eftir tillögum að verkum á samsýningu sem haldin verður í tilefni af 40 ára afmæli safnsins. Sýningin opnar í byrjun júní 2018 og stendur yfir sumarið.

Alls verða 5 – 6 tillögur frá jafnmörgum listamönnum valdar úr innsendum umsóknum, sóst er eftir tillögum að verkum sem fjalla um málefni samtíma okkar og atburði líðandi stundar. Litið verður sérstaklega til umsókna eftir listamenn sem hafa verið starfandi í fimm ár eða skemur. MA nemendum og útskriftarnemum frá BA árið 2018, er einnig velkomið að sækja um.

Nýlistasafnið veitir völdum tillögum styrk upp í efniskostnað verka og sýningarþóknun, aðstoðar við uppsetningu verka, sjá um hönnun og prentun sýningarskrár, ásamt kynningu og opnunarhóf.

Sýningin mun samanstanda af völdum tillögum að verkum ásamt ákveðnum listaverkum úr safneign Nýlistasafnsins sem spanna ólík tímabil og áratugi.

Nýlistasafnið eða Nýló er listamannarekið sýningarrými og safn, vettvangur uppákoma, umræðna og gjörninga. Nýló hefur lengi verið miðstöð nýrra strauma og tilrauna í íslenskri myndlist og hafa margar sýningar í Nýló markað tímamót í íslenskri listasögu.

Ár hvert stendur Nýló fyrir öflugri sýningadagskrá auk þess að safna og varðveita listaverk og heimildir sem tengjast frumkvöðlastarfi innan íslenskrar myndlistar.

Umsóknarfrestur er til miðnættis, mánudaginn 15. janúar 2018.

Umsóknir skulu innihalda eftirfarandi gögn:

1.Tillögu/lýsingu að nýju verki, á íslensku eða ensku. Tillagan skal einnig innihalda upplýsingar um tæknileg- og uppsetningarleg atriði, hámark 600 orð.
2. Áætlaðan kostnað við framkvæmd listaverks (hámark 1 bls).
3. Ferilskrá (hámark 2 bls).
4. Myndir af fyrri verkum og /eða skissur (hámark 6). Allar myndir skulu vera vel merktar upplýsingum um verkið: titil, ár, miðill og stærð.

Sýningartillaga, ferilskrá, kostnaðaráætlun og listi/upplýsingar um myndir skulu vera hjálögð sem PDF- skjal í tölvupósti. Ljósmyndum af verkum má skila í sér PDF skjali.

Skjalið skal ekki vera stærra en 10 MB. Umsóknum í formi word skjala eða í tölvupósti án viðhengja verða ekki teknar til greina.

Fyrir tímatengd verk, myndbands eða hljóðverk skal setja inn hlekk sem leiðir beint inn á rétta slóð tengda VIMEO, Youtube o.s.frv. Vinsamlegast sendið ekki myndbönd eða hljóðverk beint í tölvupósti; aðeins hlekki.
Umsóknir og allt efni sem þeim viðkemur, utan tímatengdra verka, skal vera sent í einum tölvupósti.

Vinsamlegast sendið allar umsóknir á applications(at)nylo.is merktar Nýló í 40 ár, fyrir miðnætti á mánudagskvöldi, þann 15. janúar.

Stjórn Nýlistasafnsins áskilur sér rétt til þess að velja og hafna umsóknum án allra vandkvæða eða frekari útskýringa. Umsóknir sem berast eftir auglýstan umsóknarfrest verða ekki teknar til athugunar.

///

Open call for proposals

The board of The Living Art Museum invites proposals for work to be exhibited in a group exhibition held on the occasion of the museum’s 40th anniversary.

The exhibition will open in June 2018 and continue throughout the summer.

5 – 6 successful proposals in total will be selected by the board from the submissions, with special attention given to applications that address contemporary issues and current events. Applicants with five years of practice or less are especially encouraged to apply. MA students and prospective BA graduates of 2018 are also welcome to submit proposals.

The board and staff of The Living Art Museum will provide the selected proposals with a small honorarium for material and production, an exhibition fee, installation assistance, design and printing of exhibition material, promotion, documentation and opening.

The exhibition will bring the selected proposals together with certain works from the collection of The Living Art Museum, spanning different periods and decades.

The Living Art Museum (Nýló) is a non-profit, artist-run museum and venue for contemporary art. The board of Nýló is committed to promoting critical discourse, progressive practice and experimental work in the field of contemporary art, to collecting and preserving work by artists who exhibit in the museum, and documents relating to the history of art, with focus on artist initiatives and performance art in Iceland.

Application deadline is January 15, 2018 at 12 o’clock midnight.

Submissions must include, in the following order:

1. Artwork proposal and detailed description of technical and installation requirements (max. 600 words in Icelandic or English)
2. Budget plan for the work proposed
3. Current CV (max. 2 pgs)
4. Support material / images (max. 6). All material must be labeled clearly with title, year, medium and dimensions

Proposal, CV, budget and image list should be submitted together as a single PDF attachment, no larger than 10 MB. Support material may be submitted separately in another attachment. Microsoft Word documents and submission text in the body of email correspondence will not be accepted.

For sound, video or time-based submissions, we ask that you please include a direct link to the content via your website or host page (Vimeo, etc.). Please do not include video files in your email application, we will only accept links to this material.

Please send your proposals to applications(at)nylo.is by midnight on January 15, 2018 with the subject line Nýló for 40 years.

The board of The Living Art Museum reserves the right to final decisions in accepting and declining proposals without further explanation. All applications must be submitted on the deadline via email. Hardcopies will not be accepted.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com