Vinnustofa

OPIÐ ER FYRIR UMSÓKNIR UM VINNUSTOFUR SÍM SELJAVEGI 32 OG Á KORPÚLFSSTÖÐUM

Vinnustofurnar eru leigðar til 3ja ára í senn, leigutímabilið er frá 1. júní 2021 til 31. maí 2024.

Einungis fullgildir félagsmenn SÍM koma til greina við úthlutun. Sérstök úthlutunarnefnd mun fara yfir umsóknir og úthluta vinnustofunum.  Umsóknum skal fylgja ítarlegar upplýsingar um feril og fyrirliggjandi verkefni.

Núverandi leigutakar geta sótt um endurnýjun á leigusamningi til næstu 3ja ára, geti þeir sýnt fram á að þeir hafi notað vinnustofuna til að sinna listsköpun sinni.  Óheimilt er að nota vinnustofur SÍM sem geymslur.   Hægt er að sækja um endurnýjun á leigusamningi tvisvar sinnum, það er að segja, ekki er hægt að leigja vinnustofu í sama vinnustofuhúsi lengur en 3 leigutímabil, eða að hámarki í 9 ár.

Þeir félagsmenn sem hafa verið með vinnustofu á Seljavegi eða á Korpúlfsstöðum í 9 ár eða lengur geta ekki sótt um endurnýjun á leigusamningi.  Þeir geta aftur á móti sótt um í öðrum vinnustofuhúsum á vegum SÍM.

Vinnustofurnar á Korpúlfsstöðum er alls 40, frá 10 m2 upp í 54 m2 að stærð.

Grunnleigan er kr. 1.500 pr. m2 á mánuði (ath að húsaleigan fylgir vísitölu neysluverðs ) auk greiðslu í hússjóð.  Góð sameiginleg aðstaða.

Vinnustofurnar á Seljavegi eru alls 50, frá 10 m2 upp í 40 m2 að stærð.

Grunnleigan er kr. 1.600 m2 á mánuði (ath að húsaleigan fylgir vísitölu neysluverðs ) auk greiðslu í hússjóð.  Góð sameiginleg aðstaða.

Eins og áður er það skilyrði fyrir endurnýjun á húsaleigusamningi, að umsækjandi hafi alltaf greitt leiguna á réttum tíma og ekki brotið gildandi húsreglur.

Umsóknareyðublöð eru í viðhengi, eitt fyrir Seljaveg og annað fyrir Korpúlfsstaði.

Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k., aðeins er tekið við rafrænum umsóknum.

Umsóknir skulu sendar á netfangið:  ingibjorg@sim.is

Úthlutun verður lokið eigi síðar en, 15. mars 2021

Vinnustofurnar verða síðan lausar til afhendingar 1. júní 2021.

Ath.  Biðlisti eftir vinnustofum sem verið hefur í gildi undanfarin 3 ár, fellur úr gildi í maí 2021.  Nýr biðlisti tekur gildi 1. júní 2021 og gildir næsta leigutímabil sem er frá júní 2021 til maí 2024.

Þeir sem ekki fá vinnustofu geta skráð sig á nýja biðlistann sem gildir frá 1. júní 2021.   

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com