
Open Open – Saga Íslands: 1. hluti – Leir og Postulín
Sýningarýmið Open, Grandagarði 27, opnar sýninguna Saga Íslands: 1. hluti – Leir og Postulín þann 6. Júní. Sýningin er unnin í samstarfi við fjölskyldufyrirtækið Leir og Postulín í Súðavogi 24.
Undanfarin 40 ár hefur Leir og Postulín prentað lógó, ljósmyndir og slagorð á bolla fyrir fyrirtæki, bæjarfélög, félagasamtök og einstaklinga. Nú hefur Leir og Postulín samþykkt að lána okkur rúmlega 600 einstaka bolla, sýnishorn sem þau hafa geymt í gegnum árin. Hver um sig eru bollarnir minnisvarðar fyrir hina ýmsu viðburði; allt frá opnun brúar á Norðurlandi yfir í tilefnisgjafir fyrir saumaklúbba og gömul lógó gleymdra fyrirtækja. Saman skrá bollarnir tímalínu óritskoðaðrar sögu Íslands síðustu 40 ára.
Sýningin samanstendur af þessum 600 bollum og auk þess hefur Open boðið 20 listamönnum, samtökum, hönnuðum, sviðslistamönnum, rithöfundum og sagnfræðingum til að bæta nýjum bollum við safnið.

Sýnendur:
Íslendingabækur
Kristín Svava Tómasdóttir
Steinunn Gunnlaugsdóttir
Skarphéðinn Bergþóruson
Félag borgara
Geirþrúður Hjörvar Finnbogadóttir
Unnar Örn Auðarson
Hrefna Sigurðardóttir
Kolbeinn Magnússon
Baldvin Einarsson
No borders
Kristinn G. Harðarson
Ástþór Helgason
Leifur Ýmir Eyjólfsson
Steingrímur Eyfjörð
Ólöf Bóadóttir
Óskar Þór Ámundason
Gerla – Guðrún Erla Geirsdóttir
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Lóa Björk Björnsdóttir
Þorgerður Ólafsdóttir
Open er sýningarrými undir stjórn Arnars Ásgeirssonar, Hildigunnar Birgisdóttur, Unu Margrétar Árnadóttur og Arnar Alexanders Ámundasonar.
Open er styrkt af Myndlistarsjóði og Reykjavíkurborg.