Ókeypis Ör-hönnunarnámskeið í fyrir börn (7-10 ára) á Hönnunarmars Kjarvalsstaðir, laugardag 14. mars kl. 13-16

a1c53559-4f5a-49f8-8c82-e7973d55f0d7

 

Ókeypis Ör-hönnunarnámskeið í fyrir börn (7-10 ára) á Hönnunarmars

Kjarvalsstaðir, laugardag 14. mars kl. 13-16

Ókeypis Ör-námskeið fyrir börn á aldrinum 7-10 ára  verður haldið í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum frá kl. 13-16 þar sem börn fá að spreyta sig í hönnun. Leiðbeinendur eru Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Huginn Þór Arason.

Hugmyndasmiðjan er sérhönnuð af Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur fyrir Kjarvalsstaði. Smiðjan er staður til að hugsa, uppgötva og stunda tilraunir. Í tilefni af Hönnunarmars ætlar hönnuður smiðjunnar,  Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og myndlistarmaðurinn Huginn Þór Arason, höfundur veggverks smiðjunnar að leiða ör-námskeið fyrir börn á aldrinum 7-10 ára. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðin og þátttaka er ókeypis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com