Ókeypis námskeið í listmálun í vetrarfríinu á Kjarvalsstöðum

Baldvin Einarsson

Mynd: Baldvin Einarsson, aa, 2014

Örnámskeið: Varúð – Nýmálað! Kjarvalsstaðir, fimmtudag 19. og föstudag 20. febrúar kl. 13-16

Myndlistarmaðurinn Baldvin Einarsson stýrir ókeypis ör-námskeiðum í listmálun fyrir 14 ára og eldri í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum á fimmtudag og föstudag frá kl. 13-16. Á námskeiðunum fá þátttakendur tækifæri á því að vinna sín eigin málverk á striga undir handleiðslu Baldvins, en hann ætlar einnig að segja frá sýningunum sem standa yfir á Kjarvalsstöðum.

Námskeiðin eru sett upp í tengslum við vetrarfrí sem stendur yfir í flestum grunnskólum þessa daga og bjóða upp á góða og skapandi samverustund. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðin.

Baldvin Einarsson tekur þátt í samsýningunni Nýmálað sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu en síðari hluti hennar opnar á Kjarvalsstöðum í lok mars.

Hugmyndasmiðjan er opin smiðja fyrir alla. Tilgangurinn er að veita börnum innblástur í myndlist og gefa þeim tækifæri til að rannsaka hana og uppgötva.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com