20170226 172815

„Óhlutbundið almætti” í Mjólkurbúðinni

Ólafur Sveinsson opnar málverkasýninguna „Óhlutbundið almætti” í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 4.mars kl. 14.

Sýningin ber yfirskriftina „Óhlutbundið almætti” og eru verkin á sýningunni unnin á síðastliðnum árum. Hið óhlutbundna almætti er tilvísun í þá óbeisluðu ofurkrafta sem blunda í hinu óhlutbundna, abstrakt listinni. Í málverkunum ræður litagleði og frelsi ríkjum sem reyna að rata hinn vandfarna stíg hins óhlutbundna. Máttur listarinnar og nauðsyn eru ótvíræð, sjón eru sögu ríkari.
Ólafur Sveinsson er fæddur í Reykjavík 1964 og nam hann myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri ásamt myndlistanámi í Lathi í Finnlandi. Auk þess fór hann í kennaranám í Háskólanum á Akureyri. Ólafur hefur verið ötull í sýningarhaldi, haldið einkasýningar hér á landi og einnig nokkrar í Kaupmannahöfn og tekið virkan þátt í samsýningum.
Sýningin ,,Óhlutbundið almætti” stendur frá 4.-12. mars og er opin föstudag til sunnudags frá kl. 14-17.

(Ólafur Sveinsson olafursveins@akmennt.is s.8493166)

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com