Öflun umboða Myndstefs

Í ljósi nýrrar tilskipunar ESB, sbr. tilskipun 2014/26/EU  þurfa íslensk höfundaréttarsamtök að fara í gegnum meðlimaskrá sína og uppfæra. Tilskipunin verður líklegast innleidd í íslensk lög næsta vor (2018). Myndstef fagnar þessari tilskipun, en með henni verða úthlutunarreglur gerðar skýrari, auk þess að styrkja bein tengsl félagsmanna við samtökin, þannig að hver og einn geti aflað sér upplýsinga um stöðu sína og greiðslur höfundaréttar á sem skilmerkilegasta máta.  Í ljósi þessa er Myndstef að fara í gegnum meðlimaskrá og safna inn umboðum, sem að veita Myndstefi rétt til gæslu á notkunar- og birtingarrétti, en nokkuð hefur á skort að því hafi verið fylgt eftir síðast liðin ár.

Tekur umboð þetta til hverskonar hagsmunagæslu varðandi höfundarétt, þar með talið að semja um gjald fyrir afnot verka og innheimta þau ef innt er eftir leyfi í gegnum samtökin, hvort heldur um er að ræða sjónvarpsstöðvar, eða í þeim tilvikum sem einstaklingar, félög eða opinberir aðilar nota einstök myndverk, og jafnframt vegna gagnkvæmnissamninga við sambærileg samtök myndhöfunda erlendis. Athugið að umboðið breytir þó ekki lögbundnu gæsluhlutverki Myndstefs er varðar heildarsamninga og samningskvaðir, en slíkir samningar ná til félagsmanna jafnt innan samtakanna sem og utan.

Eftir sem áður er sjálfsákvörðunarréttur höfunda alltaf meginreglan, og geta höfundar einnig skilyrt umboðið við ákveðin tilvik, eða haft sem forsenda að ávallt sé haft sambands við þá ef leyfis er aflað í gegnum Myndstef.

Vinsamlegast sendu undirritað umboð til okkar annað hvort skannað og sent með tölvupósti (á myndstef@myndstef.is) eða útprentað með pósti. Ef þú hefur þegar skilað inn umboði þá biðjumst við velvirðingar á þessum tölvupósti.

Aðild  að Myndstefi er þér að kostnaðarlausu ef þú ert aðili í aðildarfélagi Myndstefs (SÍM, FÍT, Ljsómydnafélag Íslands, félag búning- og leikmyndahönnuða, Arkitektafélag Íslands og Hönnunarmiðstöðin). Athugið að félagsaðild veitir einnig ókeypis lögfræðiþjónustu upp að ákveðnu marki.

Virðingarfyllst og þakkir,

Myndstef

 

www.myndstef.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com