Oddrún Pétursdóttir sýnir í Álfagarðinum í Hellisgerði

Myndlistarsýning Oddrúnar coverphoto
Ég verð með sýningu á verkum mínum í allt sumar í litla
húsinu (Álfagarðinum) í Hellisgerði.
Sýningin er tileinkuð ömmu minni Oddrúnu Oddsdóttur sem bjó í
þessu húsi í mörg ár og dvaldi ég löngum stundum hjá,og
mínar bestu æskuminningar eru tengdar henni,þessu húsi og síðan
en ekki síst Hellisgerði sem var og er
endalus brunnur ævintýra á hverjum degi.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17
Myndirnar eru allar unnar með blandaðri tækni, akrýl, pappír og túss.
Verið hjartanlega velkomin!
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com