Boðskort

Ó, hve hljótt

Sýningin Ó, hve hljótt. Tónlist eins og við sjáum hana: myndlist og kvikmyndir opnar næstkomandi laugardag 12. janúar í Gerðarsafni, kl. 16.

Sendiherra Frakklands á Íslandi, Graham Paul opnar sýninguna formlega og sýningarstjórarnir Pascale Cassagnau frá CNAP & Gústav Geir Bollason frá Verksmiðjunni á Hjalteyri verða viðstödd opnun.

Á sýningunni Ó, hve hljótt má sjá úrval kvikmynda úr safneign CNAP, Miðstöð myndlistar í Frakklandi, eftir Doug Aitken, Charles de Meaux, Dominique Gonzalez-Foerster, Pierre Huyghe, Ange Leccia, Romain Kronenberg og Lornu Simpson. Ber það vitni um auðgi og margbreytileika kvikmyndasköpunar í Frakklandi og kallast það á við auðgi og sérstöðu íslenskrar sköpunar, með verkum eftir Doddu Maggý og Sigurð Guðjónsson og Steinu. Sýningin var upphaflega sett upp í Verksmiðjunni á Hjalteyri árið 2018 í samstarfi við CNAP, París og Berg Contemporary, Reykjavík, og verður nú sett upp að nýju í Gerðarsafni.

Fjölbreytt viðburðardagskrá fer fram samhliða sýningunni sem hefst með sýningarstjóraspjalli sunnudaginn 13. janúar kl. 15. Einnig má nefna söngleiðsögn með Hrafnhildi Árnadóttur, sópransöngkonu; Fjölskyldusmiðja með Doddu Maggý, myndlistarmanni og „þögul leiðsögn“ með táknmálstúlki.

CNAP (Centre national des arts plastiques) er opinber miðstöð myndlistar í Frakklandi, á vegum franska menningarmálaráðuneytisins. Hún eflir listasenuna í öllum fjölbreytileika sínum og fylgir eftir og styður listamenn á margvíslegan hátt. Fyrir hönd franska ríkisins eykur CNAP, varðveitir og kynnir bæði í Frakklandi og erlendis safneign verka, þekkt sem Fond national d’art contemporain. Í dag samanstendur safnið af yfir 102,500 verkum sem að spanna yfir meira en 2 aldir, keypt af þá-lifandi listamönnum. Safnið myndar grunn sem að stendur fyrir og sýnir samtímalistasenuna í allri sinni margbreytni.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com