Ohsoquiet

Ó, hve hljótt I Sýningarstjóraspjall

Ó, hve hljótt I Sýningarstjóraspjall

Sunnudaginn 13. janúar kl. 15 fer fram sýningarstjóraspjall í Gerðarsafni í tilefni sýningarinnar Ó, hve hljótt. Sýningarstjórar sýningarinnar eru þau Pascale Cassagnau, CNAP, París og Gústav Geir Bollason, Verksmiðjunni á Hjalteyri. 

Pascale Cassagnau er listfræðingur, listgagnrýnandi og doktor í listasögu. Hún sér um deild nýmiðla og vídeóverka í safneign CNAP – miðstöð myndlistar í París sem heyrir undir Menningarmálaráðuneyti Frakka. Hún hefur skrifað reglulega fyrir listtímaritin Art Press Magazine (París) og L’Art Même (Brusssels)  og ritað texta um listamenn á borð við Chris Burden, James Coleman, John Baldessari, Pierre Huyghe, Dominique Gonzalez-Foerster, Matthieu Laurette og fleiri. Cassagnau hefur sérhæft sig í tengslum milli nýrrar kvikmyndagerðar og samtímalistar, og hefur hún gefið út fjölda greina sem taka á sambandi myndlistar, kvikmyndagerðar, bókmennta og hljóðverka.

Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og sýningastjóri, útskrifaðist frá MHÍ 1989, var gestanemi við Magyar Képzőművészeti Egyetem í Búdapest veturinn 1989-90 og útskrifaðist með Diplôme National Supérieur d’Expression Plastique frá École Nationale Supérieure d’Arts de Paris Cergy 1995. Hann starfar við myndlist (teikningar, kvikmyndir og rýmisverk), verkefna- og sýningarstjórnun og kennslu auk þess að vera einn stofnenda og umsjónarmaður Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Verksmiðjan er sýningarstaður fyrir samtímalist sem að var opnaður árið 2008 þegar að hópur listafólks á Norðurlandi stofnaði með sér félag til þess að gangsetja aftur en með öðrum hætti, síldarverksmiðjuna á Hjalteyri við Eyjafjörð. Verksmiðjan hlaut Eyrarrósina árið 2016.  

Oh, so quiet I Curator´s talk

Sunday January 13th, at 3 pm, Curator´s talk will be held on the exhibition Oh, so quiet. The Curators are Pascale Cassagnau, CNAP and Gústav Geir Bollason.

Pascale Cassagnau is art historian, art critic and doctor of art historian, in charge of the audiovisual and new media funds at the CNAP-National Center for Contemporary Creation, Ministry of Culture. She has written extensively for both Art Press Magazine (Paris) and L’Art Même (Brusssels), and is the author of texts on artists such as Chris Burden, James Coleman, John Baldessari, Pierre Huyghe, Dominique Gonzalez-Foerster and Matthieu Laurette, among others. Cassagnau has specialized in the study of new film practices and their cross-over with contemporary art and published many essays on the relationship between art, cinema, literature and sound.

Gústav Geir Bollason, curator and visual artist, graduated from the Icelandic College of Arts and Crafts in 1989. He was a guest student at Magyar Képzőművészeti Egyetem, Budapest during the winter 1989-90 and later gratuated with Diplôme National Supérieur d’Expression Plastique from École Nationale Supérieure d’Arts de Paris Cergy in 1995. His artistic practice ranges from various mediums including video art, drawings and installations as well as project production, management and curation. He is one of the founders and manager at Verksmiðjan – Center for Contempoarary Art located in Hjalteyri, North of Iceland. 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com