1083ccd4 199a 4e82 A26d E0515e138385

Nýtt útlit Listasafns Reykjavíkur tilnefnt til Beazley hönnunarverðlaunanna

Hönnunarstofan karlssonwilker hefur verið tilnefnd til Beazley hönnunarverðlaunanna fyrir nýtt útlit Listasafns Reykjavíkur. Það er hið virta Design Museum í London sem stendur fyrir verðlaununum í tíunda sinn, en á morgun, 18. október, opnar sýning í safninu á tilnefningunum. Samtímis verður opnað fyrir kosningar um bestu hönnunina en sýningin stendur fram í janúar 2018, þegar tilkynnt verður um vinningshafa.

Hjalti Karlsson, annar stofnandi hönnunarstofunnar karlssonwilker, sem staðsett er í New York, er grafískur hönnuður, fæddur árið 1967. Hann lærði grafíska hönnun í Parsons listaskólanum í New York og hefur búið og starfað þar í borg árum saman. Karlssonwilker hönnunarstofan hefur margoft hlotið verðlaun fyrir hönnun sína.

Tilnefningar Design Museum í ár eru sextíu talsins en tilnefnt er í sex flokkum; Arkitektúr, stafrænni hönnun, tískuhönnun, grafískri hönnun, vöruhönnun og hönnun á samgöngum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com