Icelandic Art Center

Nýtt tækifæri fyrir íslenska myndlistarmenn – vinnustofudvöl við Künstlerhaus Bethanien í Berlín

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar gerði í gær samkomulag við  Künstlerhaus Bethanien  um vinnustofudvöl íslenskra myndlistarlistamanna í Berlín til fimm ára.

Künstlerhaus Bethanien var stofnuð árið 1974, og er ein rótgrónasta og virtasta stofnun Þýskalands á þessu sviði og vel þekkt alþjóðlega. Að jafnaði starfa um 25 listamenn víðsvegar að úr heiminum við miðstöðina, sem býður upp á alþjóðlegt tengslanet og samstarf innan samtímamyndlistar.

Dvölin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgangengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans.

Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien.

Auglýst verður eftir umsóknum listamanna um vinnustofudvöl á næstunni.

Verkefnið er fjármagnað af mennta og menningarmálaráðuneytinu og af einkaaðilum en Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar annast framkvæmdina fyrir Íslands hönd.

Auður Edda Jökulsdóttir ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra, Karitas Gunnarsdóttir settur ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytisins, María Erla Marelsdóttir sendiherra Íslands í Þýskalandi og sýningarstjórinn Valeria Schulte-Fischedick frá Kunstlerhaus Bethanien. Christoph Tannert listrænn stjórnandi Kunstlerhaus Bethanien og Auður Jörundsdóttir verðandi forstöðumaður KÍM undirrita samning til fimm ára.

A New Opportunity for Icelandic Artists – a Residency at Künstlerhaus Bethanien in Berlin

Yesterday, the Icelandic Art Center and Künstlerhaus Bethanien signed an agreement regarding residencies for Icelandic artists in Berlin for the next five years.

Künstlerhaus Bethanien was founded in 1974 and is one of the most prestigious and distinguished German art venues, and well-known internationally. Normally, around 25 artists from all over the world work at the venue, which offers an international network of contacts and collaborations within the contemporary art scene.

The residency allows participating artists access to a powerful, international contact network; curators, museum staff, journalists and others who work in the field.

The Künstlerhaus also organises exhibitions, publishing and events for the artists-in-residence. While there, each artist holds a solo exhibition, planned by Künstlerhaus Bethanien.

Open call will be announced soon. The project is sponsored by the Ministry of Education, Science and Culture as well as private investors, but the Icelandic Art Center is responsible for the implementation on Iceland’s behalf.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com