
Nýtt smáforrit um útilistaverk í Reykjavík
Listasafn Reykjavíkur kynnir með stolti nýtt og vandað smáforrit (e. App) um útilistaverk í Reykjavík.
Á einfaldan og skemmtilegan hátt má fræðast um öll útilistaverk sem Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með í borgarlandinu, ásamt fleiri verkum, hlusta á hljóðleiðsagnir og fara í skemmtilega leiki.
Forritinu má hlaða niður endurgjaldslaust í snjalltæki, bæði fyrir iOS og Android stýrikerfi. Forritið er bæði á íslensku – Útilistaverk í Reykjavík og ensku – Reykjavík Art Walk – allt eftir stillingu snjalltækisins.
Forritið hentar bæði fyrir börn og fullorðna