Annahallin

Nýtt líf í teiknimyndum í Hafnarhúsi

Kvikmyndadagskrá: Nýtt líf í teiknimyndum
Fimmtudaginn 30. júní kl. 20 í Hafnarhúsi

Sýndar verða fimm kvikmyndir í tengslum við sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla í Hafnarhúsi. Hér eru samankomnar nokkrar kvikmyndir sem unnar eru með ólíkri teiknimyndatækni. Þær eiga það sameiginlegt að fara víða um lendur ímyndunaraflsins þar sem hið ótrúlegasta líf kann að kvikna. Sumar segja sögu á meðan aðrar dvelja við umbreytingarferlið.

Kvikmyndirnar sem verða sýndar eru eftirfarandi:
Lumpy Diversity, Anna Hallin, 2007 (7 mín).
Crepusculum Animation, Gabríela Friðriksdóttir, 2011 (20 mín).
A Black Swan, Gjörningaklúbburinn, 2011 (11 mín).
Lusus Naturae, Ólöf Nordal, 2014 (23 mín).
A Story of Creation, Sigga Björg Sigurðardóttir, 2013 (6 mín).

Aðgöngumiði á safnið gildir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com