DSC 7617

Nýtt gallerí – opnun 16.október

Opnunarhóf – Gallerí Kænuvogur

HVAÐ: Opnun á nýju listagalleríi Gallerí Kænuvogur í Vogabyggð

HVENÆR: Föstudaginn 16. Október 2015

HVAR: Súðarvogur 48 – Kænuvogsmegin

Myndlistarmaðurinn Elli (Erlingur Valgarðsson) opnar á föstudaginn næstkomandi splunkunýtt listagallerí, Gallerí Kænuvogur í hjarta “Soho Reykjavíkur”, en  Vogabyggð er sem stendur eitt af lykil uppbyggingarsvæðum borgarinnar.

Opnunarsýningin nefnist Vogandi þar sem sýningarstjóri hefur sett upp áhugaverða samsýningu ólíkra listamanna.

Myndlistarmennirnir sem taka þátt eru:
Elva Hreiðarsdóttir, Gunnar Kr. Jónasson, Sólveig Hólmarsdóttir, Æja, Ninný, Guðbrandur Ægir, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Elli, María Kjartans, Þóra Björk Schram og Aðalsteinn Svanur.

Boðið verður uppá léttar veitingar og lifandi tónlist, en tónlistarmennirnir
Biggi Hilmars og Aðalsteinn Svanur munu flytja nokkur lög.

Sýningin stendur til 18. Október.
Allir velkomnir

Gallerí Kænuvogur á Facebook

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com