Nýtt diplómanám í myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur.
Diplómanám í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun
Á þessari nýju námsbraut er markmiðið að skapa vettvang þar sem einstaklinga til að vinna að listsköpun í hagstæðu og frjóu umhverfi, innan um þann fjölbreytta hóp nemenda sem stundar nám við Myndlistaskólann, á ýmsum sviðum sjónlista og á ýmsum aldri. Miðað er við að námið taki 2 skólaár, 4 annir. Kenndar eru 14 kennsluvikur á hverri önn.
Þessari nýju námsleið er ætlað að auka enn við það gefandi samtal sem verður til milli einstaklinga sem allir vinna að listsköpun undir sama þaki. Í uppbyggingu námsbrautarinnar er tekið mið af námi Sjónlistadeildar.
Umsóknarfresturinn er til kl. 17 (5), mánudaginn 1.júní.
Nánari upplýsingar veitir Margrét M. Norðdahl: margretmn@mir.is
Umsókn og upplýsingar má finna hér