HönnunarMars

Nýr stjórnandi HönnunarMars

Þórey Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr stjórnandi HönnunarMars.

Þórey hefur starfað sem framkvæmdastjóri, verkefnastjóri og framleiðandi og er með víðtæka alþjóðlega reynslu af rekstri, viðburðum, leikhúsi, sjónvarpi og hátíðarrekstri.
Nú síðast sem framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar RIFF.

HönnunarMars er stærsta hönnunarhátíð landsins sem sameinar allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafíska hönnun og vöruhönnun.

Á hátíðinni er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum.

HönnunarMars 2020 fer fram í tólfta sinn dagana 25. – 29. mars.

Þórey hóf störf þann 1. ágúst og bjóðum við hana innilega velkomna til starfa!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com