Safnahúsið

Nýr kjörgripur; Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen í Safnahúsinu við Hverfisgötu og útgáfa bókarinnar 130 verk úr safneign Listasafns Íslands

Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770 – 1844) var einn þekktasti listamaður Evrópu á sínum tíma og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist.

Í safneign Listasafns Íslands er ein höggmynd eftir Bertel Thorvaldsen, Ganýmedes, en frummyndina gerði hann í Róm árið 1804. Marmaramyndin af Ganýmedesi er elsta verkið sem fjallað er um í bókinni 130 verk úr safneign Listasafns Íslands og sannkallaður kjörgripur. Sýningin á Ganýmedesi eftir Bertel Thorvaldsen í Safnahúsinu við Hverfisgötu stendur yfir til 31. maí 2020.

Listasafni Íslands gefur út nýja bók með umfjöllun um 130 valin verk úr safneigninni ásamt ljósmyndum. Bókin gefur innsýn í þann mikla menningararf sem safnið varðveitir og er fróðleiksnáma fyrir almenning, nemendur í listasögu og áhugafólk um íslenska myndlist. Tilvalin gjöf!

Bókin er á íslensku og ensku. Bókin er 288 síður

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com