Nýr gjörningur frá Rúrí á Listahátíð – 16. maí í Hörpu

bad8717a-daf7-44dc-8c43-5b9cfa9a71ef

Rúrí frumflytur nýjan gjörning í Hörpu – aðeins í þetta eina skipti!

Rúrí, einn okkar fremsti myndlistarmaður frumflytur nýjan og umfangsmikinn gjörning þann 16.maí og verður hann aðeins fluttur í þetta eina skipti.
Gjörningurinn Lindur – Vocal VII er saminn sérstaklega til flutnings í Norðurljósasal í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík. Titill verksins vísar til uppsprettu og undirstöðu lífs á jörðu og til líðandi stundar, en jafnframt um leið til tjáningar lifandi vera og fyrirbæra. Í stuttu máli, með orðum Rúrí „gjörningurinn fjallar um samband manns og náttúru.“
Þetta er upplifun sem sannir listunnendur mega ekki láta framhjá sér fara!

16. maí @ Harpa, Norðurljós kl. 18:00

Lindur – Vocal VII
Verkið er stórt í sniðum og í því renna saman innsetning, fjölrása myndband, frumsamið hljóðverk, hreyfing, texti og raddir. Myndbandshluti verksins er unninn í samstarfi við Maríu Rún en hljóðhluti verksins er unninn í samstarfi við Bjarka Jóhannesson. Nýlókórinn, hinn íslenski hljóðljóðakór, kemur fram við flutning gjörningsins ásamt listamanninum. 

98b83a3a-3a57-4666-b747-c70023472d49

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com