Icelandic Art Center

Nýr framkvæmdastjóri KÍM

Hér með tilkynnist að Auður Jörundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar til næstu fimm ára og mun hún taka við starfinu um miðjan febrúar af Helgu Björgu Kjerúlf. 

Auður hefur starfað í tíu ár hjá i8 galleríi sem framkvæmdastjóri. Auk þess hefur Auður komið að ýmsum störfum tengdum myndlist, meðal annars setið í stjórn Nýlistasafnsins og verið stjórnarformaður Skaftfells undanfarin tvö ár.

Auður lærði myndlist við Listaháskóla Íslands og arkitektúr við Edinborgarháskóla.

Auður Jörundsdóttir tekur við starfi Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar 15.febrúar næstkomandi
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com